top of page

Leiðsögn í ljósmyndaferðum

Síðustu 15 árin hef ég ferðast mikið, til að mynda dýralíf, náttúrufyrirbæri og landslag. Ég er búsettur við Eyjafjörð og hef mest verið að mynda á NA landi, ásamt mínum æskuslóðum í Dölum og svo fuglalíf í Flatey á Breiðafirði. Ég hef alla tíð reynt að fara á staði þar sem er ró og kyrrð og eru gjarnan utan þekktustu staða. Ég hef leitað mikið af viðfangsefnum, kynnst heimafólki, nýtt mér þjónustu þess og þannig öðlast mikla þekkingu á fólki, landslagi, menningu og ekki síst dýralífi á þessum stöðum.
 
Þar sem ég hef mikla þekkingu á þessum svæðum datt mér í hug að bjóða ljósmyndaklúbbum upp á að astoða þá ef þeir hefðu áhuga á að koma á þessa staði. Aðstoð felst í að leiðsegja í ferðum, aðstoða við að skipuleggja gistingu, viðburði og annað, vera með fyrirlestra fyrir ferðir á netinu, aðstoða við myndvinnslu og margt annað. Allar áherslur í ferðum í samráði við hópana

1 DALIR

Lágmark 2 dagar

Mögulegt allt árið

Lítið þekkt, en gullfallegt landslag. Afar fjölbreytt, eyjalandslag, fallegar fjörur, tindar og klettabelti, fossar, fallegir dalir, litríkt líparít, fallegt fuglalíf þar sem haförninn er konungur fuglalífsins.

2 EYJAFJÖRÐUR

Lágmark 2 dagar

Mögulegt allt árið

Áhersla e.t.v. á Hörgárdal, Öxnadal og Svarfaðardal en einnig farið á helstu staði við austanverðan Eyjafjörð og í Fjallabyggð. Afar gott að mynda stjörnur, norðurljós og tungl á veturna. 

3 LEYNDARDÓMAR MÝVATNSSVEITAR

1-2 dagar.

Mögulegt allt árið

Að sumri farið á minna þekkta en stórkostlega fallega staði

Að hausti lögð áhersla á haustlitaferðir

Að vetri áhersla á froststillur, norðurljós, stjörnur o.s.frv

4 SKJÁLFANDAFLJÓT

1-2 dagar

Vor, sumar og haust, og snjóléttir vetur.

Frá Hrafnabjargafossi efst í Bárðardal að ósi fljótsins við Bjargakrók. Einnig farið í Reykjadal, Aðaldal og Fnjóskadal. Magnaðir fossar, hraun, gróður og dýralíf. Fallegir staðir fyrir næturmyndatökur

5 MELRAKKASLÉTTA

1-2 dagar

Vor, sumar, haust

Afar fallegir klettar heimsóttir, fjörur, eyðibýli og stórkostlegt fuglalíf, sérstaklega í maí

6 LANGANESBYGGÐ

Lágmark 2 dagar

Vor og sumar

Stórbrotið landslag á Rauðanesi og Langanesi

Einstakt fuglalíf

7 STÓRI HRINGURINN

Lágmark 3 dagar

Allt árið

Eyjafjörður, Ljósavatnsskarð, Útkinn, Tjörnes, Kelduhverfi, Melrakkaslétta, Rauðanes, Langanes, Mörðudalsöræfi, Mývatnssveit

Afar fjölbreytt ferð með mjög löngum dögum. Myndað á kvöldin og nóttunni ef veður leyfir

8 FUGLAFERÐIR

Fuglaljósmyndun er sú tegund ljósmyndunar sem ég hef langmest sinnt. Ég hef umtalsverða þekkingu á atferli fugla og nýt þess mjög að mynda þá í sínu náttúrulega umhverfi og gera það sem ég get til að trufla þá ekki. Þannig verða ljósmyndir fallegastar, þegar fuglarnir eru rólegir yfir nærveru manns eða vita ekki af henni. Ég veit fátt betra en að sitja á bjargbrún Látrabjargs,  eða í fjörum í Flatey á Breiðafirði við sólarupprás eða sólarlag og mynda fugla.

Ég hef aðstoðað marga við að finna fugla, mynda þá og kennt grunnatriði við fuglaljósmyndun í leiðinni.

Hugmyndir að fuglaljósmyndaferðum eru t.d.:

Fuglaferð um Eyjafjörð

1-2 dagar

Vor og sumar

Fjölbreytt fuglalíf í fallegu umhverfi. Góð aðstaða til að mynda himbrima, flórgoða o.m.fl

 

Fuglaferð um Melrakkasléttu og Langanes

Lágmark 2 dagar

Gríðarlega fjölbreytt fuglalíf í einstakri birtu og oft öfgum í veðurfari

Svartfuglar, súlur, vaðfuglar, fargestir (í maí), snjótittlingar.

 

Fuglaferð í Grímsey

Lágmark 2 dagar

Ógleymanlegt, alveg sama hvernig veður er.

Svartfuglar, ritur, snjótittlingar, kríur o.m.fl. 

 

Fuglaferð í Flatey á Breiðafirði

1-2 dagar

Einstakt andrúmsloft, gullfalleg birta og nálægðin við fuglana er engu lík.

Fuglaljósmyndir mínar - flestar teknar á svæðum nefndum hér að ofan: https://www.icelandicbirds.com/

Umsagnir ljósmyndara sem hafa fengið mig í lið með sér:

"We had the privilege of being guided by Eythor Ingi Jonsson in northern Iceland, and it was an outstanding experience. Eythor is incredibly knowledgeable and passionate, sharing his expertise about birds, nature and photo in an engaging and insightful way. He took us to beautiful locations and excellent birding spots, where we had the chance to observe both common and rare species.  

 

His explanations on how to identify birds were clear and educational, making the tour both enjoyable and informative. He was also very attentive to our preferences, doing his utmost to locate the species we were particularly hoping to see. Additionally, he created excellent opportunities for bird photography, which we greatly appreciated.  

 

We highly recommend Eythor Ingi Jonsson to anyone interested in birdwatching in Iceland. Whether you are a beginner or an experienced birder, you will have a memorable and rewarding experience with him as your guide."

 

Urban Tholén & Eva Georgii-Hemming, Glanshammar, Sverige

"Thank you Eythor for a memorable day of birding. Your knowledge of the local birds and their habitats together with your hospitality and enthusiasm made our birding time the highlight of my Icelandic trip."

Bob Groskin

Newburyport, Ma, USA

Hafi ljósmyndaklúbburinn eða vinahópurinn áhuga á að fá leðsögn í ljósmyndaferðir er um að gera að hafa samband til að fá nánari upplýsingar um tilhögun ferða, ólíka möguleika og verð.

eythor@eythoringi.com 

s. 866 3393

bottom of page